Komin heim

Við Peter komum hingað heim með litlu krílin í gærmorgun. Útskriftin var tíðindalaus þar sem að krílunum heilsat vel og sýndu eðlileg viðbrögð við rannsóknum læknisins. Ég þarf reyndar að gefa þeim þurrmjólk í pela vegna þess að ég er byrjuð á öflugum lyfjum í von um einhverja heftingu á "veikindunum". Ég er búin að heita því við sjálfa mig (og núna ykkur) að ég ætla alls ekki að ræða veikindin mín í einhverjum smáatriðum. Ég tek þessu eins og hverju hundsbiti. Enda er bara tvennt í stöðunni.... annað hvort kemst ég yfir þetta, eða ekki ! Núna ætla ég hinsvegar að einbeita mér að dásamlegu litlu tvíburunum mínum. Peter er alveg í skýjunum yfir þeim. Það er hreint út sagt dásamlegt hvað hann er natinn við þau. Hann er orðinn fær í bleyjuskiptum og pelatiltekt. Það eina sem hann er eitthvað óöruggur með er að láta þau ropa eftir pelana. Það endaði með því að hann fór út í bókabúðina á horninu og kom heim með amk 8 bækur um tvíbura og meðferð ungabarna :)

Núna situr hann í hægindastólnum með stúlkuna sofandi í fanginu og les tvíburabókina einbeittur á svipinn. Ég er hinsvegar á náttfötunum með kaffibolla og ristað brauð hér við eldhúsborðið og pikka inn á tölvuna. Ég elska svona rólega morgna þar sem að ekkert rífur kyrrðina nema einstaka þota sem er að lenda á flugvellinum hér ekki langt frá. Ég leit í spegil rétt áður en kaffið var klár og ég verð að segja að mér krossbrá! Ég er öll svo þrútin í framan og með þessa líka flottu bauga undir augunum að allt heimsins meik næði ekki að bjarga miklu. Ég er þó viss um að það gengur til baka fljótlega (vonandi).

Peter er búinn að ákveða nöfn á börnin.... hann kallar þau Jack og Lynn ! Ég brosi bara með sjálfri mér en er ekkert búin að ákveða eitt eða neitt með nöfn. Ætli ég verði ekki bara að fara að leita á netinu að nöfnum. Það verður nú að vera eitthvað alþjóðlegt ásamt því að vísa eitthvað í gamla landið.

Jacky Lynn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Til hamingju

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 21.6.2009 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband